Milljarði minni hagnaður hjá Arion

Arion banki hagnaðist um 2,1 milljarð á mánuðunum þremur.
Arion banki hagnaðist um 2,1 milljarð á mánuðunum þremur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Arion banki hagnaðist um 2,1 milljarð króna á öðrum ársfjórðungi ársins 2019, samanborið við 3,1 milljarð á sama tímabili í fyrra. Eigið fé bankans nemur 195 milljörðum króna og var arðsemi eigin fjár því 4,3% á ársgrundvelli, en 5,9% árið áður. Er hagnaðurinn þó umtalsvert meiri en á fyrsta fjórðungi ársins þegar hann var um milljarður.

Haft er eftir Benedikt Gíslasyni bankastjóra í tilkynningu frá bankanum að afkoman sé ekki nógu góð. Þó sé jákvætt að grunnstarfsemi bankans sé að þróast í rétta átt og hreinar vaxtatekjur að aukast.

Niðurfærslur (e. net impairments) nema 988 milljónum króna á tímabilinu, en þar er um að ræða tilvik þar sem bankinn neyðist til að endurmeta viði eigna í safni sínu, í þessu tilfelli einkum niður á við. Undir það fellur meðal annars félagið TravelCo, sem Arion banki tók yfir í júní, en félagið hafði verið rekið með miklu tapi og skuldaði Arion háar fjárhæðir. TravelCo rekur meðal annars starfsemi undir merkjum Heimsferða.

Þess er getið í afkomutilkynningunni að arðsemi eigin fjár að Valitor hf. undanskildu sé 6,6% og má því áætla að tap af rekstri greiðslumiðlunarinnar hafi numið rúmum fjórum milljörðum. Fyrirtækið samdi nýverið við Sunshine Press Productions, rekstrarfélag Wikileaks, og Data Cell um greiðslu 1,2 milljarða skaðabóta eftir að hafa rofið greiðslugátt fjáröflunar Wikileaks árið 2011. Fyrirtækið er í söluferli.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK