Árni Pétur nýr forstjóri Skeljungs

Ráðningin tekur gildi í dag.
Ráðningin tekur gildi í dag.

Árni Pétur Jónsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Skeljungs og tekur ráðningin gildi í dag. Árni hefur meðal annars starfað sem forstjóri Teymis hf þegar það var skráð í Kauphöll Íslands auk þess sem hann starfaði sem framkvæmdastjóri hjá Olís og Högum. Hin síðari ár hefur Árni Pétur verið forstjóri Tíu Ellefu (10-11)/Iceland Verslun (Iceland) og Basko, en seldi hlut sinn 2016.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur einnig fram að hann hafi átt sæti í fjölmörgum stjórnum fyrirtækja, ýmist sem stjórnarmaður eða stjórnarformaður. Má þar nefna fyrirtæki s.s. Lyfja, Securitas, Skeljungur, Penninn, Borgun og Eldum rétt.  Þá hefur Árni Pétur komið að rekstri símafyrirtækisins Kall í Færeyjum og Bónus í Færeyjum.  

Árni Pétur Jónsson.
Árni Pétur Jónsson. Ljósmynd/Aðsend

Haft er eftir Jens Meinhard Rasmussen, stjórnarformanni Skeljungs, að með ráðningunni sé verið að fá inn í fyrirtækið reynslu og þekkingu sem nýtist fyrirtækinu til framtíðar.

„Ég hlakka til að takast á við þetta spennandi verkefni. Ég þekki Skeljung vel og veit að þar starfar öflugt og reynslumikið fólk.  Starfsemi okkar á Íslandi og í Færeyjum byggir á traustum grunni sem við ætlum að halda áfram að þróa.  Rekstrarumhverfi fyrirtækisins hefur og mun taka breytingum á næstu árum, sem gerir starfið mjög áhugavert,“ er haft eftir Árna Pétri í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK