„Eins og Davíð og Golíat“

Bláa lónið er ekki My Lagoon.
Bláa lónið er ekki My Lagoon. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bláa lónið fær ekki hnekkt skráningu vörumerkisins My Lagoon. Fyrirtækið Árnason Faktor ehf. andmælti, fyrir hönd Bláa lónsins, skráningu vörumerkisins fyrir ári. Andmælin byggðust á ruglingshættu við tilgreind merki í eigu andmælanda.

Nú hefur Einkaleyfastofan úrskurðað forsvarsmönnum My Lagoon í vil og skal skráning merkisins My Lagoon halda gildi sínu.

Eigandi vörumerkisins, frumkvöðullinn Geir Sigurður Gíslason, segir að það hafi bæði komið sér í opna skjöldu að Bláa lónið skyldi andmæla skráningunni og að andmælum fyrirtækisins hafi verið hafnað. „Ég var búinn að sætta mig við að tapa þessu. Það voru nokkrir lögfræðingar í þessu fyrir Bláa lónið en ég var ekki með lögfræðing svo þetta var smá eins og Davíð og Golíat.“

Í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu í dag segist  Geir hafa ákveðið að standa á sínu þótt það væri erfitt. „Ég vissi að ég yrði fúll út í sjálfan mig ef ég fylgdi þessu ekki eftir.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK