Hæstiréttur tekur Byko-málið fyrir

Hæstiréttur mun taka Byko-málið fyrir að beiðni Samkeppniseftirlitsins og íslenska …
Hæstiréttur mun taka Byko-málið fyrir að beiðni Samkeppniseftirlitsins og íslenska ríkisins. mbl.is/Arnar Þór

Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni Samkeppniseftirlitsins og íslenska ríkisins um að taka fyrir mál sem snýst um brot Byko og móðurfélags þess Norvik gegn samkeppnislögum vegna verðsamráðs við gömlu Húsasmiðjuna á árunum 2010-2011.

Samkeppniseftirlitið og ríkið telja dóm Landsréttar, sem lækkaði upphaflega sekt fyrirtækisins um 75 milljónir frá dómi héraðsdóms, „draga verulega úr hvata fyrirtækja til að gera sátt vegna samkeppnisbrota,“ en niðurstaða Landsréttar fól í sér að Byko þyrfti að greiða 325 milljónir í sekt vegna brotanna, hið sama og Húsasmiðjan.

Í dómi Landsréttar í málinu var niðurstaðan sú að Byko og Norvik hefðu einungis brotið gegn samkeppnislögum, en ekki gegn 53. gr. EES-samningsins og telja Samkeppniseftirlitið og ríkið að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi um hvernig skuli beita þessari grein EES-samningsins og einnig um fjárhæð stjórnvaldssektar.

Hæstiréttur lítur svo á að dómur í þessu máli myndi hafa fordæmisgildi um þessi atriði og fleiri, og samþykkti því að taka málið fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK