Seðlabankinn hafnar bótakröfu Þorsteins

Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja. mbl.is/​Hari

Seðlabanki Íslands hefur hafnað kröfu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, upp á fimm milljónir króna sem hann gerði kröfu um að bankinn endurgreiddi honum vegna kostnaðar sem féll á hann vegna málareksturs Seðlabankans. Telur bankinn að málsmeðferðin hafi ekki brotið gegn réttindum Þorsteins þannig að það varði bótaskyldu. Sagt er frá málinu í Markaðinum í dag, en vísað er í bréf frá Seðlabankanum til Samherja sem blaðið hefur undir höndum.

Seðlabankinn lagði á sínum tíma 15 milljóna stjórnvaldssekt á Samherja fyrir meint brot á gjaldeyrislögum. Héraðsdómur felldi þá sekt úr gildi og Hæstiréttur staðfesti niðurstöðuna í nóvember í fyrra.

Fram kemur í Markaðinum að Seðlabankinn hafni bæði kröfu Þorsteins og að eiga viðræður við hann um bætur vegna þess kostnaðar og miska sem málarekstur bankans hafði í för með sér fyrir Þorstein og Samherja. Hafi Þorsteinn boðist til þess að samþykkja fimm milljóna greiðslu frá bankanum, sem bankinn hafnaði í umræddu bréfi.

Er bréfið undirritað af Steinari Þór Guðgeirssyni, lögmanni Seðlabankans, og segir þar að eftir ítarlega skoðun verði ekki séð að bankinn hafi með saknæmum eða ólögmætum hætti haft afskipti af Þorsteini vegna meintra brota á gjaldeyrislögum.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK