Sigurjóna framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar

Sigurjóna Sverrisdóttir er nýr framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur.
Sigurjóna Sverrisdóttir er nýr framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur. Ljósmynd/Aðsend

Sigurjóna Sverrisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur (Meet in Reykjavík). Sigurjóna hefur starfað hjá félaginu frá stofnun þess árið 2012 og tekur við starfinu af Þorsteini Erni Guðmundssyni sem leitt hefur verkefnið frá upphafi.

Sigurjóna er með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands og BA í leiklist frá Leiklistarskóla Íslands.

Ráðstefnuborgin Reykjavík er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Icelandair Group og Hörpu ásamt fjölda annarra fyrirtækja sem hafa hag af vexti ráðstefnu-, viðburða-, viðskipta- og hvataferðaþjónustu hér á landi eða svokallaðri MICE-ferðaþjónustu. Hlutverk félagsins er að auka verðmætasköpun í íslenskri ferðaþjónustu auk kynningar og markaðsstarfs á þessum sértæka en samkeppnisdrifna markaði.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK