Vill fanga bragð íslenskrar náttúru

Holly T. Kristinsson, stofnandi fyrirtækisins Responsible Foods, ráðgerir að hefja …
Holly T. Kristinsson, stofnandi fyrirtækisins Responsible Foods, ráðgerir að hefja framleiðslu heilsunasls úr íslensku hráefni á næstu misserum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Frumkvöðullinn Holly T. Kristinsson, stofnandi fyrirtækisins Responsible Foods, ráðgerir að hefja framleiðslu heilsunasls úr íslensku hráefni á næstu misserum. Hún leitar nú fjárfesta til að hægt sé að ná fram góðri dreifingu og stærðarhagkvæmni við framleiðslu varanna.

„Ég heillaðist fyrst og fremst af því hversu lítið unnin og náttúruleg hráefnin eru hér á landi. Ég var til að mynda alveg agndofa yfir því hversu ferskur íslenski fiskurinn er,“ segir Holly T. Kristinsson, stofnandi frumkvöðlafyrirtækisins Responsible Foods, sem mun á næstu misserum hefja starfsemi og framleiðslu á naslinu Næra Icelandic Snacks. Holly hlaut í júnímánuði styrk Tækniþróunarsjóðs og leitar nú frekara fjármagns til að geta hafið framleiðslu af fullum krafti.

Að sögn Holly er markmið fyrirtækisins að bjóða fólki hollari valkosti við val á nasli. „Hollt nasl er oftar en ekki óspennandi og bragðlítið, eða jafnvel stundum alls ekki hollt þótt fólki sé talin trú um það,“ segir Holly. „Naslið mun fanga allt það frábæra sem Ísland hefur upp á að bjóða. Naslið á í raun að höfða til sem flestra og allra þeirra sem hingað til hafa hugsanlega ekki getað fengið sér ýmsar tegundir af nasli sökum ofnæmis, óþols eða annarra sambærilegra kvilla,“ segir Holly og bætir við að Responsible Foods vinni einungis með náttúruleg hráefni auk þess sem engin rotvarnarefni verði að finna í vörunum. Þá muni fyrirtækið m.a. notast við íslenskan fisk og mjólkurvörur.

„Við munum vinna hráefnin eins lítið og mögulegt er. Þess utan verðum við með talsvert úrval bragðtegunda þannig að allir ættu að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi,“ segir Holly.

Viðtalið við Holly má lesa í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK