Aflandsfélag Kaupþings enn til rannsóknar

Aflandsfélagið Lindsor Holding Corp., sem Kaupþing hf. lánaði 171 milljón evra (26,5 milljarða kr. á gengi þess tíma) til að kaupa skuldabréf útgefin af bankanum 6. október 2008, er enn til rannsóknar hjá yfirvöldum í Lúxemborg.

Um er að ræða síðasta efnahagsbrotamálið tengt efnahagshruninu á Íslandi þar sem ákvörðunar um saksókn er enn að vænta. Starfsmenn og stjórnendur Kaupþings voru grunaðir hérlendis um auðgunarbrot, umboðssvik og skjalafals.

Morgunblaðið hefur undir höndum áður óséð gögn sem m.a. voru send út til rannsóknaraðila í Lúxemborg. Gögnin sýna hvernig reynt var að fela eignarhald Lindsor á stofnskjölum í gegnum félög sem eiga rætur að rekja til gamla Búnaðarbankans. Að mati Fjármálaeftirlitsins (FME) var félagið þó ávallt í eigu Kaupþings hf. Í bréfi FME til fjármálaeftirlitsins á Bresku Jómfrúaeyjunum segir að Lindsor hafi verið félag sem var notað til að verðlauna valda skuldabréfahafa ásamt því að fjarlægja tap af efnahagsreikningi Kaupþings í Lúxemborg.

Skuldabréfakaup Lindsor áttu sér stað sama dag og neyðarlán Seðlabanka Íslands til Kaupþings var veitt en bréfin urðu nær verðlaus einungis þremur dögum seinna, þegar FME tók yfir bankann. Fjórir starfsmenn bankans eru grunaðir um skjalafals í Lúxemborg.

Í réttarbeiðni sérstaks saksóknara til yfirvalda í Lúxemborg frá árinu 2010 kemur fram að gögn Lindsor-málsins sýna að engin skjöl virðast hafa verið til sem sýndu fram á samningssamband á milli Kaupþings á Íslandi, Kaupþings Lux og Lindsor fyrr en í desember árið 2008, en þau voru dagsett þannig að þau litu út fyrir að hafa verið undirrituð í september.

Sjá umfangsmikla umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK