Jóhann Gunnar ráðinn til Isavia

Jón Gunnar Jóhannsson.
Jón Gunnar Jóhannsson. Ljósmynd/Aðsend

Jóhann Gunnar Jóhannsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs Isavia en hann starfaði áður sem framkvæmdastjóri fjármála- og mannauðssviðs hjá Ölgerðinni og tengdum félögumað því er segir í fréttatilkynningu.

Þar á undan starfaði Jóhann Gunnar sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs og aðstoðarforstjóri Icelandic Group. Þá hefur hann meðal annars starfað hjá Bakkavör og Íslenskri erfðagreiningu sem forstöðumaður á fjármálasviði.

Jóhann Gunnar, sem er löggiltur endurskoðandi og viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, tekur við starfinu af Sveinbirni Indriðasyni sem var ráðinn forstjóri Isavia fyrr í sumar. Hann mun hefja störf hjá Isavia í september og taka þá jafnframt sæti í framkvæmdastjórn félagsins.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK