Icelandair lækkar um 6,0%

Gengi bréfa í Icelandair hefur lækkað í viðskiptum dagsins.
Gengi bréfa í Icelandair hefur lækkað í viðskiptum dagsins. mbl.is/Eggert

Hlutabréfaverð í Icelandair hefur lækkað um 6,0% það sem af er degi í Kauphöllinni. Klukkan tíu í morgun var greint frá því að bréf í félaginu hefðu lækkað um 2,67% og hafa þau sigið lítillega frá því. Er gengi bréfa nú 7,07 krónur.

Icelanda­ir tapaði um 89,4 millj­ón­um Banda­ríkja­dala, um 11 millj­örðum króna, á fyrstu sex mánuðum árs­ins sam­kvæmt hálfs­árs­upp­gjöri fé­lags­ins sem birt var í byrj­un ág­úst. Jókst tap fé­lags­ins frá sama tíma­bili í fyrra um nærri 50%.

Tapið má að stórum hluta rekja til vandræða sem tengjast kyrrsetningu Boeing MAX-vélanna, en Bogi Nils Bogason segir markmið félagsins að fá það tjón bætt frá flugvélaframleiðandanum.

Uppfært kl 14:19 í samræmi við breytingar á gengi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK