Samdráttarskeið í vændum

AFP

Meirihluti bandarískra hagfræðinga spáir því að samdráttarskeið sé í vændum þar í landi en forseti landsins, Donald Trump, er ekki á sama máli. Um er að ræða árin 2020 og 2021.

Spá þeirra var gerð opinber í dag í kjölfar ummæla Trump um að hann væri búinn undir allt og hann hefði enga trú á því að samdráttur væri að hefjast. „Við stöndum okkur frábærlega. Bandarískir neytendur eru ríkir,“ sagði Trump við fréttamenn í gær. Ummæli hans féllu í kjölfar nýrra efnahagstalna sem benda til þess að staðan í efnahagslífinu sé að versna.

AFP

Trump sagðist hafa veitt fólki rausnarlegar skattalækkanir og að það sé með fangið fullt af peningum. „Þeir eru að kaupa. Ég sá tölurnar frá Wal-Mart,“ sagði Trump meðal annars. Hann bætti við að flestir hagfræðingar segi að ekki sé von á samdrætti í Bandaríkjunum en aðrar þjóðir heims standi sig ekki eins vel og Bandaríkin. Aðalráðgjafi Trumps í efnahagsmálum, Larry Kudlow, tók í svipaðan streng. „Ég sé svo sannarlega engan samdrátt,“ sagði hann í þætti NBC, Meet the Press.

Hann sagði neytendur fá hærri laun og þeir eyði miklu. Þeir séu eiginlega að spara á sama tíma og þeir séu að eyða. Hann sjái ekki annað en að efnahagsástandið verði býsna gott það sem eftir lifir árs.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK