Læknar vel haldnir

Pálmi V. Jónsson ber höfuð og herðar yfir aðra lækna …
Pálmi V. Jónsson ber höfuð og herðar yfir aðra lækna hér á landi, þegar kemur að launum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Pálmi V. Jónsson, öldrunarlæknir og yfirlæknir á Landspítala, er launahæstur lækna á Íslandi ef marka má útreikninga tekjublaðs Frjálsrar verslunar. Mánaðarlaun hans námu 7,22 milljónum króna. Næstur er Þorvaldur Ingvarsson, bæklunarskurðlæknir og yfirmaður hjá Össuri, með 5,12 milljónir á mánuði og því næst Eiríkur Jónsson þvagfæraskurðlæknir og yfirlæknir með 4,44 milljónir.

Þó nokkur fjöldi lækna hefur hærri laun en Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, en mánaðarlaun hans voru í fyrra 2,68 milljónir króna og er um helmingur þess tilkominn vegna yfirvinnu.

Aðrir launaháir læknar eru Lilja Þyrí Björnsdóttir, yfirlæknir á æðaskurðdeild Landspítala, með 2,79 milljónir, Kristinn Tómasson geðlæknir, og yfirlæknir hjá Vinnueftirlitinu, með 2,97 milljónir og Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, heimilislæknir á Vestfjörðum, en tekjur hennar námu 2,72 milljónum.

Alma Dagbjört Möller landlæknir hefur röskar 1.900 þúsund krónur í mánaðarlaun og Maríanna Garðarsdóttir röntgenlæknir með 2,8 milljónir sléttar. Tekjuhæstur tannlækna er Geir Atli Zoega með 2,48 milljónir á mánuði.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK