Tíu tekjuhæstu áhrifavaldarnir

Snorri Rafnsson, Vargurinn, var tekjuhæsti áhrifavaldurinn í fyrra með tæpar ...
Snorri Rafnsson, Vargurinn, var tekjuhæsti áhrifavaldurinn í fyrra með tæpar 1,5 milljónir á mánuði. mbl.is/Árni Sæberg

Veiðimaðurinn og samfélagsmiðlastjarnan Snorri Rafnsson, sem er betur þekktur undir viðurnefninu Vargurinn, var tekjuhæsti áhrifavaldurinn í fyrra, en tekjur hans námu að jafnaði tæpum 1,5 milljónum króna á mánuði, samkvæmt álagningaskrám ríkisskattstjóra. 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem sérstakur flokkur um áhrifavalda á samfélagsmiðlum er birtur í blaðinu. Alls eru nöfn 25 áhrifavalda birt í blaðinu. 

Birgitta Líf Björnsdóttir, áhrifavaldur, snappari og markaðsstjóri World Class, er í öðru sæti yfir tekjuhæsta áhrifavalda síðasta árs, með 888 þúsund krónur á mánuði að jafnaði. 

Birgitta Líf Björnsdóttir, áhrifavaldur, framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland og samfélagsmiðlastjóri World ...
Birgitta Líf Björnsdóttir, áhrifavaldur, framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland og samfélagsmiðlastjóri World Class, svo fátt eitt sé nefnt, var annar tekjuhæsti áhrifavaldurinn á síðasta ári. mbl.is/Kristinn Magnússon

Camilla Rut Rúnarsdóttir, eða einfaldlega Camy, sem heldur úti einum vinsælasta Instagram-reikningi á landinu, var þriðji tekjuhæsti áhrifavaldur landsins á síðasta ári með 710 þúsund krónur á mánuði að jafnaði. 

Þar á eftir koma Garðar Viðarsson, Gæji, með 532 þúsund krónur á mánuði og Hjálmar Örn Jóhannsson, grínisti og snappari, með 436 þúsund krónur á mánuði. 

Ein vinsælasta samfélagsmiðlastjarna landsins, Sólrún Diego, er í tólfta sæti yfir tekjuhæsta áhrifavalda síðasta árs, með 334 þúsund krónur á mánuði. 

Tíu tekjuhæstu áhrifavaldarnir árið 2018: 

  1. Snorri Rafnsson, Vargurinn: 1,480 milljónir
  2. Birgitta Líf Björnsdóttir: 888 þúsund
  3. Camilla Rut Rúnarsdóttir: 710 þúsund
  4. Garðar Viðarsson, Gæji: 532 þúsund
  5. Hjálmar Örn Jóhansson: 436 þúsund
  6. Eva Ruza: 428 þúsund
  7. Tinna Björk Kristinsdóttir: 393 þúsund
  8. Katrín Kristinsdóttir: 377 þúsund
  9. Árni Páll Árnason, herra Hnetusmjör: 369 þúsund
  10. Fanney Ingvarsdóttir: 354 þúsund
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK