Tíu tekjuhæstu áhrifavaldarnir

Snorri Rafnsson, Vargurinn, var tekjuhæsti áhrifavaldurinn í fyrra með tæpar …
Snorri Rafnsson, Vargurinn, var tekjuhæsti áhrifavaldurinn í fyrra með tæpar 1,5 milljónir á mánuði. mbl.is/Árni Sæberg

Veiðimaðurinn og samfélagsmiðlastjarnan Snorri Rafnsson, sem er betur þekktur undir viðurnefninu Vargurinn, var tekjuhæsti áhrifavaldurinn í fyrra, en tekjur hans námu að jafnaði tæpum 1,5 milljónum króna á mánuði, samkvæmt álagningaskrám ríkisskattstjóra. 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem sérstakur flokkur um áhrifavalda á samfélagsmiðlum er birtur í blaðinu. Alls eru nöfn 25 áhrifavalda birt í blaðinu. 

Birgitta Líf Björnsdóttir, áhrifavaldur, snappari og markaðsstjóri World Class, er í öðru sæti yfir tekjuhæsta áhrifavalda síðasta árs, með 888 þúsund krónur á mánuði að jafnaði. 

Birgitta Líf Björnsdóttir, áhrifavaldur, framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland og samfélagsmiðlastjóri World …
Birgitta Líf Björnsdóttir, áhrifavaldur, framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland og samfélagsmiðlastjóri World Class, svo fátt eitt sé nefnt, var annar tekjuhæsti áhrifavaldurinn á síðasta ári. mbl.is/Kristinn Magnússon

Camilla Rut Rúnarsdóttir, eða einfaldlega Camy, sem heldur úti einum vinsælasta Instagram-reikningi á landinu, var þriðji tekjuhæsti áhrifavaldur landsins á síðasta ári með 710 þúsund krónur á mánuði að jafnaði. 

Þar á eftir koma Garðar Viðarsson, Gæji, með 532 þúsund krónur á mánuði og Hjálmar Örn Jóhannsson, grínisti og snappari, með 436 þúsund krónur á mánuði. 

Ein vinsælasta samfélagsmiðlastjarna landsins, Sólrún Diego, er í tólfta sæti yfir tekjuhæsta áhrifavalda síðasta árs, með 334 þúsund krónur á mánuði. 

Tíu tekjuhæstu áhrifavaldarnir árið 2018: 

  1. Snorri Rafnsson, Vargurinn: 1,480 milljónir
  2. Birgitta Líf Björnsdóttir: 888 þúsund
  3. Camilla Rut Rúnarsdóttir: 710 þúsund
  4. Garðar Viðarsson, Gæji: 532 þúsund
  5. Hjálmar Örn Jóhansson: 436 þúsund
  6. Eva Ruza: 428 þúsund
  7. Tinna Björk Kristinsdóttir: 393 þúsund
  8. Katrín Kristinsdóttir: 377 þúsund
  9. Árni Páll Árnason, herra Hnetusmjör: 369 þúsund
  10. Fanney Ingvarsdóttir: 354 þúsund
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK