Mál Sigríðar til umræðu í dag

Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands, segir mál Sigríðar Benediktsdóttur …
Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands, segir mál Sigríðar Benediktsdóttur líklega verða rædd í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson

Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands, segir að á fundi ráðsins í dag verði farið yfir viðskipti Sigríðar Benediktsdóttur frá febrúar 2012, þegar hún flutti til landsins 50 þúsund evrur í gegnum svokallaða fjárfestingaleið á meðan hún starfaði fyrir bankann.

„Ég á nú ekki von á því að ráðið taki neina ákvörðun í því máli enda er það ekki inni á borði ráðsins, en væntanlega verður farið yfir það eins og önnur mál sem hafa verið í deiglunni frá síðasta fundi,“ segir Gylfi.

Í dag er haldinn fyrsti fundur bankaráðs með nýjum seðlabankastjóra, Ásgeiri Jónssyni. „Það er bara tiltölulega hefðbundin dagskrá, fyrir utan það að bjóða nýjan seðlabankastjóra velkominn. Það er nú það eina óvenjulega við fundinn,“ útskýrir formaður bankaráðs.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK