Fóta sig á erlendri grundu

Smart Socks ræðst í útrásina ásamt tveimur fyrirtækjum, auglýsingastofunni Kiwi …
Smart Socks ræðst í útrásina ásamt tveimur fyrirtækjum, auglýsingastofunni Kiwi og greiðslumiðlunarfyrirtækinu Red

Íslenska fyrirtækið Smart Socks, sem selur skrautlega sokka í áskrift, stefnir á næstu vikum á útrás á erlenda markaði. Eigandi fyrirtækisins, Guðmundur Már Ketilsson, segir að stefnan sé nú sett á Bretland, Danmörku og Noreg, en að Spánn, Frakkland og Ítalía séu einnig í sigtinu í gegnum sérleyfissamning.

Smart Socks, sem hefur á annað þúsund áskrifenda hér á landi, stefnir á að vera með um 10 þúsund áskrifendur innan sex mánaða. „Þetta eru ákveðin tímamót hjá okkur. Smart Socks er orðið tveggja ára og okkur þykir gaman að geta fagnað þeim tímamótum með því að hefja starfsemi á erlendum mörkuðum. Þetta er stórt skref í sögu fyrirtækisins. Við fórum af stað með þessa hugmynd í nóvember í fyrra þannig að þetta hefur verið í undirbúningi í nokkurn tíma,“ segir Guðmundur.

Smart Socks ræðst í útrásina ásamt tveimur fyrirtækjum, auglýsingastofunni Kiwi og greiðslumiðlunarfyrirtækinu Redo. „Kiwi sér um að búa til efnið fyrir samfélagsmiðlana og sér einnig um utanumhald á greiningu á niðurstöðum frá þeim herferðum sem við ráðumst í ásamt því að greina tækifæri á öðrum mörkuðum.“

Velta Smart Socks nam um 19 milljónum króna á árinu 2018 en verður tvöfalt meiri á árinu 2019 að sögn Guðmundar en til greina kemur að selja íslenska hluta rekstrarins ef réttur aðili finnst. „Aðalverkefnið er núna að einblína á þessa erlendu markaði og þess vegna erum við spennt fyrir því að selja íslenska hlutann af fyrirtækinu.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK