Stýrivaxtalækkun til móts við samdrátt

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

Samtök iðnaðarins (SI) telja að full ástæða sé fyrir peningastefnunefnd Seðlabankans að stíga annað skref í lækkun stýrivaxta við næstu vaxtaákvörðun, sem kynnt verður 28. ágúst.

Þetta kemur fram í nýútkominni hagfræðilegri greiningu SI. Samkvæmt þeirri greiningu er að finna skýr merki um samdrátt í hagkerfinu eftir átta ár af samfelldum hagvexti.

„Verðbólga og verðbólguvæntingar hafa haldist við markmið um nokkurn tíma og gefur það Seðlabankanum svigrúm til að lækka vexti til þess að hjálpa fyrirtækjum og heimilum að takast á við niðursveifluna. Seðlabankinn hefur lækkað vexti um 0,75 prósentur síðan í maí á þessu ári. Meginvextir Seðlabankans, þ.e. vextir á sjö daga bundnum innlánum, eru nú 3,75% og er nægt svigrúm til að lækka þá,“ segir í greiningu SI, sem um er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK