Hagnaður tryggingafélaga áttfaldast milli ára

Bílatryggingar eru stór hluti af tryggingakostnaði almennings og fyrirtækja.
Bílatryggingar eru stór hluti af tryggingakostnaði almennings og fyrirtækja. mbl.is/Árni Sæberg

Samanlagður hagnaður stóru tryggingafélaganna þriggja fyrir skatta, TM, Sjóvá og VÍS, nær áttfaldast á milli ára, sé horft til fyrstu sex mánaða þessa árs í samanburði við fyrstu sex mánuði síðasta árs.

Þannig nam hagnaðurinn í ár 7,3 milljörðum króna en var á sama tíma í fyrra 859 milljónir króna, en tap varð það ár af fjárfestingarstarfsemi Sjóvár og tryggingastarfsemi TM. Nemur breytingin á milli ára 755%, að því er fram kemur í umfjöllun um afkomu tryggingafélaganna í Morgunblaðinu í dag.

Sé horft til þess hvaðan hagnaðurinn kemur, þá högnuðust félögin um tæplega 1,9 milljarða króna af tryggingastarfsemi á fyrstu sex mánuðum ársins, samanborið við 340 milljóna króna hagnað af sömu starfsemi á síðasta ári, en inni í tölunni er 327 milljóna tap TM fyrstu sex mánuði 2018.

Fjárfestingarhlutinn skilaði enn betri afkomu en tryggingahlutinn í ár. Hagnaður af þeim hluta rekstrararins nam samtals tæpum 5,5 milljörðum króna fyrir skatt, en á síðasta ári var hagnaðurinn á sama tíma meira en tíu sinnum minni eða einungis 519 milljónir króna. Inni í þeirri samtölu er 259 milljóna króna tap Sjóvár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK