Spánverjar hafna hugmyndum Macron

Ríkisstjórn Spánar undir forystu Pedro Sánchez, forsætisráðherra, styðja ekki áform …
Ríkisstjórn Spánar undir forystu Pedro Sánchez, forsætisráðherra, styðja ekki áform um að hafna fríverslunarsamningi ESB og Mercosur. AFP

Spænska ríkisstjórnin styður ekki hugmyndir Emmanuel Macron, forseta Frakklands, um að hafna undirritun fríverslunarsamningi Evrópusambandsins og Mercosur (efnahagsbandalag Suður-Ameríku), en samningaviðræðum lauk eftir að hafa staðið í 20 ár.

Brasilísk stjórnvöld hafa hlotið mikla gagnrýni fyrir hvernig brugðist hefur verið við skógareldunum í Amasón og hefur Macron meðal annars sakað forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro, um lygar. Sagði Frakklandsforseti í gær að Frakkland myndi beita sér gegn fríverslunarsamningi ESB og Mercosur.

Samningaviðræður ESB og Mercosur, sem saman stendur af Argentínu, Brasilíu, Paragvæ og Úrúgvæ, hófust 1999 og var samningurinn frá genginn á þessu ári. Tilkynnt var um samninginn á fundi G-20 ríkjanna í júní.

Enn á eftir að undirrita samningin og innleiða hann og er því talið að útspil Macrons geti sett hann í uppnám verði meirihluti ráðherraráðs Evrópusambandsins sömu skoðunar og forsetinn. Þá hefur Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, lýst stuðningi við yfirlýsingu Macron.

„Spánn er ekki sammála því að það eigi að stöðva samninginn,“ kom fram í yfirlýsingu spænskra stjórnvalda í dag. „Spánn hefur verið í fararbroddi á endaspretti samningaviðræðna ESB-Mercosur-samningsins sem munopna á gífurleg tækifæri fyrir bæði svæðissamböndin.“

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK