Greiðslumat strax hjá Íslandsbanka

Rósa segir skrefið í takt við vegferð Íslandsbanka að aukinni …
Rósa segir skrefið í takt við vegferð Íslandsbanka að aukinni rafrænni þjónustu. mbl.is/Ófeigur

„Við höfum verið að gera þetta meira og minna handvirkt þannig að það hefur verið mikil bið fyrir viðskiptavini okkar eftir svari en nú erum við komin með algjörlega sjálfvirkt greiðslumat,“ segir Rósa Guðmundsdóttir, forstöðumaður sparnaðar og útlána á einstaklingssviði Íslandsbanka.

Nú geta allir sótt um greiðslumat fyrir húsnæðislán, bílalán eða önnur lán á vef Íslandsbanka og fengið svar um greiðslugetu strax.

Rósa segir skrefið í takt við vegferð Íslandsbanka að aukinni rafrænni þjónustu. „Ef þú ert að taka nýtt lán hjá bankanum og það er ekkert sem flaggar hjá okkur þá svörum við því samdægurs að lánið verði greitt út,“ útskýrir Rósa. 

„Þú getur sótt um lánið alla leið, en í einhverjum tilfellum þurfum við að skoða eitthvað nánar. Það getur verið verið er að biðja um samsetningu sem hentar ekki miðað við lánareglur eða annað slíkt, en stærstur hluti er yfirleitt með hugmyndir sem eru innan rammans og þá er það bara staðfest samdægurs að það sé komið í gegn.“

Allt að þrír óskyldir aðilar geti sótt um saman

Rafræna greiðslumatið var unnið í samstarfi við Creditinfo og ein nýjunganna sem boðið er upp á er að allt að þrír óskyldir aðilar geta sótt um greiðslumat saman. 

„Það er alltaf að fjölga fólki sem ekki er skráð í sambúð, vinir að kaupa saman og jafnvel foreldrar. Þetta er nýjung sem við erum að sjá sérstaklega í fyrstu kaupum hjá ungu fólki og við viljum koma til móts við það,“ segir Rósa.

„Svo erum við ennþá að bíða eftir því að það verði hægt að undirrita lánapappírana rafrænt, en sýslumaður tekur ekki ennþá á móti skuldabréfum þannig svo við komumst ekki lengra með það í bili.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK