Sala á Leifsstöð gæti raungerst á næstu mánuðum

Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Sigurður Bogi Sævarsson

„Það hafa átt sér stað þreifingar við ríkið undanfarin misseri þar sem þetta mál hefur verið til skoðunar,“ segir Ómar Örn Tryggvason, framkvæmdastjóri Innviða fjárfestinga slhf. Vísar hann í máli sínu til hugsanlegrar þátttöku lífeyrissjóðanna í fjármögnun og eignarhaldi á Flugstöð Leifs Eiríkssonar, sem er nú að fullu í eigu ríkisins.

Málið hefur í ófá skipti komið til umræðu undanfarin ár, en sala flugstöðvarinnar hefur m.a. verið á stefnuskrá Sjálfstæðisflokks í talsverðan tíma.

Verðmætið um 100 milljarðar króna

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins gæti virði rekstrar Leifsstöðvar legið á bilinu 80-120 milljarðar króna. Með sölu hluta í flugstöðinni gæti íslenska ríkið því losað um umtalsvert fjármagn. Einnig gætu lífeyrissjóðirnir komið að fjármögnun fyrirhugaðra framkvæmda á flugvellinum.

Að sögn Ómars er fjármagn til að fara í nauðsynlegar framkvæmdir fyrir hendi. Þá má ráðgera að lífeyrissjóðir verði fengnir að samningaborðinu sé pólítískur vilji fyrir því að selja hluta Leifsstöðvar. Ef pólitískur vilji er fyrir hendi má áætla að eignarhald Leifsstöðvar geti verið komið í hendur annarra aðila innan nokkurra mánaða.

Lesa má ítarlegri umfjöllun um málið í ViðskiptaMogga dagsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK