Átta sagt upp hjá Origo

Finnur Oddsson, forstjóri Origo.
Finnur Oddsson, forstjóri Origo. mbl.is/Eggert

Átta starfsmönnum var sagt upp hjá fyrirtækinu Origo í vikunni.

Að sögn Finns Oddssonar, forstjóra Origo, eru uppsagnirnar liður í ákveðnum áherslubreytingum í starfsemi fyrirtækisins og í því að auka hagræðingu í rekstrinum.

Einnig er verið að undirbúa breytingu á vaktþjónustu sem hefur áhrif á fimm starfsmenn í viðbót en tæplega 500 manns starfa hjá fyrirtækinu. Í vor var tíu til fimmtán starfsmönnum sagt þar upp.

Finnur segir að mikill vöxtur sé í allri starfsemi sem tengist hugbúnaði og ráðgjöf en að haga þurfi seglum eftir vindi til að skila góðu búi.

6,4% tekjusamdráttur var hjá Origo á öðrum ársfjórðungi 2019, miðað við sama tímabil í fyrra. Heildarhagnaður nam 138 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi og 351 milljón á fyrri árshelmingi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK