Argentína beitir gjaldeyrishöftum

Gengi argentíska pesósins hefur fallið mikið að undanförnu.
Gengi argentíska pesósins hefur fallið mikið að undanförnu. AFP

Ríkisstjórn Argentínu hefur ákveðið að koma á gjaldeyrishöftum í kjölfar gengisfalls argentínska pesans. Markmiðið er sagt vera að ná tökum á mikilli niðursveiflu þar í landi, að því er segir á vef BBC. Fyrirtæki í Argentínu munu nú þurfa að sækja um heimild til þess að kaupa erlendan gjaldeyri að andvirði 10 þúsund bandaríkjadala eða meira.

Jafnframt hafa yfirvöld beðið um heimild til þess að fresta afborgunum lána sem alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) hefur veitt landinu.

Í gær tilkynnti ríkisstjórnin að yfirvöld þyrftu að grípa til „sérstakra aðgerða til að tryggja eðlilega virkni hagkerfisins“. Eru aðgerðirnar sagðar til þess gerðar að vernda störf og neytendur.

Argentínska hagkerfið er nú í djúpri lægð og hefur gengi pesans fallið mikið að undanförnu og kostar nú 60 pesa að kaupa einn bandaríkjadal, en hann kostaði 20 pesa í ársbyrjun 2018.

Fall ríkisstjórnarinnar

Mauricio Macri, forseti Argentínu, var kjörinn í embætti 2015 í kjölfar þess að hafa veitt loforð um víðtækar efnahagsumbætur með aukinni markaðsvæðingu. Landið er nú að kljást við efnahagskreppu og mældist verðbólga 22% eftir fyrstu sex mánuði ársins.

Þá varð 5,8% samdráttur í argentínska hagkerfinu á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, en 2,5% samdráttur var á öllu árinu í fyrra. Talið er að um þrjár milljónir manna fallið niður fyrir fátæktarmörk.

Miklar raðir sköpuðust fyrir utan banka í dag eftir að …
Miklar raðir sköpuðust fyrir utan banka í dag eftir að gjaldeyrishöftum var komið á. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK