Benz talaði við Mink Campers á undan Öskju

Þýski bílaframleiðandinn Mercedes Benz kom hingað til lands með fyrsta rafjeppann sinn, Mercedes-Benz EQC, fyrr í sumar, án þess að tala fyrst við umboðsaðila sinn hér á landi, Öskju. Ástæðan er sú að Benz óskaði sérstaklega eftir því við íslenska sporthýsaframleiðandann Mink Campers að fá að prófa og kynna eiginleika bílsins fyrir alþjóðlegum hópi blaðamanna með sporthýsið Minkinn í eftirdragi.

Þetta segir Kolbeinn Björnsson framkvæmdastjóri Mink Campers, í samtali við ViðskiptaMoggann. Hann segir að Benz-fyrirtækið hafi haft samband upphaflega eftir að Mink Campers var tilnefnt fyrr á árinu til Skandinavísku útivistarverðlaunanna ( e. Scandinavian Outdoor Award ).

„Þeir hengja ekki hvað sem er aftan í 12 milljóna króna rafmagnsjeppa sem á að keppa við Teslu. Það er mikil viðurkenning á hönnun sporthýsisins að Benz-fyrirtækið komi gagngert hingað til að nota Minkinn.“

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK