Enginn tími til þess að slaka á

Einar Kristján Bridde, Ingunn Sara Sigurbjörnsdóttir, Sigmundur Breiðfjörð, Björn E. ...
Einar Kristján Bridde, Ingunn Sara Sigurbjörnsdóttir, Sigmundur Breiðfjörð, Björn E. Jónsson og Diðrik Steinsson mynda postulínsteymið.

Íslenska leikjafyrirtækið Porcelaine Fortress gaf út leikinn „No time to Relax“ hinn 21. ágúst fyrir PC- og Mac tölvur. „Það hefur gengið ágætlega frá útgáfu og við fengum smá stökk [í sölu] þegar hann fór á Steam (söluveita tölvuleikja),“ segir Björn E. Jónsson, stofnandi fyrirtækisins. Hann segir að alls hafi verið seld yfir 10 þúsund eintök af leiknum og að mikill áhugi sé á honum í Kína. Jafnframt eru margir notendur með leikinn á Steam-óskalistanum og „bíða líklega eftir jólaútsölunni.“

Björn segir mikla kosti fylgja því að geta sett leiki í sölu í gegnum söluveitur á netinu eins og Steam. „Það besta við Steam er að það eru svo margir sem eiga aðgang og það er auðvelt að gefa út þar. Við erum líka komnir á HumbleBundle sem selur Steam-lykla. Það er allt PC og Mac.“

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK