Aigle Azur á leið í þrot

Airbus A318 þota Aigle Azur.
Airbus A318 þota Aigle Azur. AFP

Annað stærsta flugfélag Frakklands, Aigle Azur, sem fór í skiptameðferð fyrr í vikunni, hefur aflýst flugferðum til nokkurra áfangastaða og hætt sölu á flugmiðum.

Í stuttri tilkynningu á vef flugfélagsins kemur fram að öllu flugi til og frá Sao Paulo, Bamako og Porto hafi verið aflýst og eru farþegar beðnir afsökunar. 

Í annarri tilkynningu segir að jafnframt hafi verið hætt að selja miða í flug á vegum félagsins frá og með 10. september en þann dag rennur út tilboðsfrestur í yfirtöku á flugfélaginu. 

Eftir að hafa tapað milljónum evra undanfarin ár óskaði Aigle Azur eftir gjaldþrotaskiptum á mánudag og var skiptastjóra falin umsjón þrotabúsins.

Þrátt fyrir að öllu flugi til Brasilíu, Malí og Portúgal hafi verið aflýst er allt flug félagsins á helsta áfangastað þess, Alsír, á áætlun.

Stærsti einstaki hluthafinn í Aigle Azur er kínverska fyrirtækjasamsteypan HNA Group sem á 49% hlut. Alls eru starfsmenn Aigle Azur 1.150 talsins.

David Neeleman, bandarískur frumkvöðull á flugmarkaði, á 32% en hann á meðal annars stóran hlut í JetBlue og TAP Air Portugal. Franski fjárfestirinn Gerard Houa á 19% hlut. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK