Páll Harðarson í nýtt starf

Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar.
Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

Páll Harðarson, sem gegnt hefur starfi forstjóra Nasdaq á Íslandi síðan 2011, hefur verið skipaður fjármálastjóri evrópskra markaða hjá Nasdaq (European Markets). Mun hann sitja í framkvæmdastjórn European Markets undir stjórn Björns Sibberns. Undir European Markets heyra allir markaðir Nasdaq í Evrópu og á Norðurlöndunum.

Páll tók við starfi rekstrarstjóra og aðstoðarforstjóra þá Kauphallar Íslands árið 2002 og gegndi því til ársins 2011 þegar hann tók við sem forstjóri Nasdaq á Íslandi.

Auk þess hefur Páll verið hluti af framkvæmdastjórn Post Trade hjá Nasdaq, situr í stjórn Nasdaq CSD (verðbréfamiðstöð Nasdaq í Evrópu) sem og stjórnum Nasdaq-kauphallanna þriggja í Eystrasaltsríkjunum. Páll hefur þess utan gegnt mörgum trúnaðar- og stjórnarstörfum í gegnum tíðina. Páll er hagfræðingur með doktorsgráðu frá Yale-háskóla.

Páll tekur við nýju starfi 1. október.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK