Brim greiðir 8,2 milljónir í sekt

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim (áður HB Granda).
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim (áður HB Granda). mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjármálaeftirlitið og Brim hf. (áður HB Grandi hf.) hafa komist að samkomulagi um að ljúka með sátt máli vegna brots Brims á lögum um verðbréfaviðskipti. Féllst Brim hf. á að greiða 8,2 milljónir króna í sekt fyrir að hafa ekki birt innherjaupplýsingar eins fljótt og auðið var vegna kaupa félagsins á útgerðarfélaginu Ögurvík ehf. 

Í september í fyrra tilkynnti Brim hf. kaup á öllu hlutafé Ögurvíkur. Kaupin fólu í sér þrepaskipt ferli sem hófst á vormánuðum 2018. Í lok ágúst 2018 var Guðmund­i Kristjáns­syni, for­stjóra Brims, falið af stjórn fyrirtækisins að hefja samningaviðræður um kaupin. Á þeim tímapunkti uppfylltu upplýsingarnar hugtaksskilyrði 120. greinar laga um verðbréfaviðskipti um innherjaupplýsingar. Brim birti hins vegar ekki innherjaupplýsingarnar né tók ákvörðun um frestun birtingar þeirra fyrr en 7. september. 

Brim óskaði eftir því að ljúka málinu með sátt sem nú hefur verið gerð.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK