Tíu milljarðar á áratug

Þessir fallegu hestar voru á beit í Hafnarfirði í góða …
Þessir fallegu hestar voru á beit í Hafnarfirði í góða veðrinu í gær. Hvort einhverjir þeirra eiga utanlandsferð fyrir höndum skal ósagt látið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Útflutningsverðmæti íslenskra hrossa nemur tugum milljarða á undanförnum árum. Á síðustu tíu árum voru hross seld til útlanda fyrir um 10 milljarða króna og fyrir samtals tæpa 11 milljarða króna á árunum 2007 til 2019.

Langstærstur hluti þeirrar fjárhæðar er útflutningur á hreinræktuðum hestum til undaneldis, en þeir telja um 73% af útflutningsverðmætinu á tímabilinu.

Í ársskýrslu Matvælastofnunar fyrir 2018 kemur fram að útflutningur hesta það ár var heldur minni í fjölda talið en árið áður. Flutt var út 1.351 hross í samanburði 1.485. Alls voru seld hross til 20 landa, en einungis til 17 landa 2017. Hrossin fara oftast í flugi til Liege í Belgíu og eru flutt þaðan til ýmissa Evrópulanda. Flest hrossin fóru í Þýskalands, 535, og næstflest til Svíþjóðar, 191. Að undanskilinni fækkun í fyrra hefur útflutningur hrossa aukist jafnt og þétt frá árinu 2010.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hrossaútflytjandi verðmæti hvers hross sem selt er að mörgu leyti huglægt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK