Rafmagnshlaupahjól verði jólagjöfin í ár

Ungur maður á rafmangshlaupahjóli.
Ungur maður á rafmangshlaupahjóli. mbl.is/​Hari

Rafmagnshlaupahjól hafa selst afar vel í ár hjá þeim fyrirtækjum sem selja slík tæki.

Óttar Örn Sigurbergsson, innkaupastjóri hjá Elko, segir líklegt að seld rafmagnshlaupahjól hjá fyrirtækinu í ár verði langt yfir 1.000 en nokkrar sendingar fyrirtækisins, sem hóf sölu í marsmánuði á hjólunum, hafa selst upp, að því er fram kemur í ViðskiptaMogganum í dag.

Birgðir fjarskiptafyrirtækisins Nova á rafmagnshlaupahjólum hafa selst upp í tvígang og telur Karen Ósk Gylfadóttir, markaðsstjóri fyrirtækisins, að hjólin verði jólagjöfin í ár. „Eftirspurnin hefur verið mun meiri en framboðið á þessu ári og við trúum því að hún eigi eftir að aukast. Við höfum trú á því að salan verði góð áfram. Rafskútan verður klárlega jólagjöfin í ár,“ segir Karen. Hörður Ágústsson, eigandi verslunarinnar Maclands, hefur einnig prófað sig áfram í sölu á hjólunum og segir þau bjóða upp á ýmsa kosti. „Þjóðverjarnir eru mikið að vinna með aðeins kraftmeiri útgáfur og þá eru komnir alls konar aukahlutir; hægt að setja kerru aftan í þar sem annaðhvort börn geta setið eða hægt að geyma búðarpoka.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK