Framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Arion banka hættir störfum

Rakel Óttarsdóttir, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Arion banka.
Rakel Óttarsdóttir, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Arion banka. Ljósmynd/Aðsend

Rakel Óttarsdóttir, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Arion banka, hefur óskað eftir að láta af störfum. Rakel hefur setið í framkvæmdastjórn bankans frá árinu 2011 þegar hún tók við starfi framkvæmdastjóra þróunar- og markaðssviðs.

Hún tók við starfi framkvæmdastjóra upplýsingatæknisviðs árið 2016. Hún mun láta af störfum föstudaginn 20. september, að því er bankinn greinir frá í tilkynningu. 

Þetta er annar framkvæmdastjóri Arion banka sem tilkynnt er að hætti í þessari viku. Á mánudaginn var greint frá því að Jón­ína S. Lár­us­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri lög­fræðisviðs bankans, hefði óskað eft­ir að láta af störf­um.

„Rakel hefur starfað hjá bankanum frá árinu 2005 og í störfum sínum haft mikil áhrif á þróun bankans, ekki síst á sviði stafrænna lausna þar sem bankinn hefur verið í forystuhlutverki á undanförnum árum. Ég þakka Rakel hennar góðu störf og óska henni velfarnaðar í framtíðinni,“ segir Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, í tilkynningu.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK