Líkur á samdrætti í Þýskalandi

AFP

Taldar eru tæplega 60% líkur á samdrætti í efnahagslífi Þýskalands, samkvæmt nýjum tölum frá Macroeconomic Policy Institute (IMK). Þýskaland er stærsta hagkerfi Evrópu. 

Samkvæmt væntingavísitölu IMK eru líkurnar á samdrætti nú 59,4% en voru 43% í ágúst. Þetta eru mestu líkurnar á samdrætti þar í landi frá því veturinn 2012/2013.

Hægt hefur á þýsku efnahagslífi þar sem útflutningsfyrirtæki finna fyrir minni eftirspurn í tengslum við fyrirhugaða útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Mjög er þrýst á þýsk stjórnvöld um aðgerðir til þess að auka eftirspurn í hagkerfinu en ekki mældist hagvöxtur í Þýskalandi á öðrum ársfjórðungi.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK