Uppsagnir hjá tóbaksrisa

AFP

British American Tobacco ætlar að fara í viðamiklar uppsagnir og fækka störfum hjá fyrirtækinu um 2.300 fyrir árslok. Nýr forstjóri fyrirtækisins, Jack Bowles, hefur það á stefnuskrá sinni að auka tekjur félagsins á sama tíma og tekist er á um rafrettur.

Í gær var tilkynnt að bandarísk stjórnvöld ætluðu að banna sölu á bragðbættum vökva sem notaður er í rafrettur. Er það gert vegna þriggja dauðfalla á stuttum tíma í kjölfar notkunar á rafrettum. 

Bowles segir að um sé að ræða rúmlega 20% af heildarfjölda starfsmanna og þetta séu nauðsynlegar aðgerðir. Stefnt er að því að tekjur BAT nemi fimm milljörðum bandaríkjadala á næstu fimm árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK