Isavia kærir niðurstöðu Landsréttar

Trygging Isavia fór með Airbus-þotunni sem flogið var brott.
Trygging Isavia fór með Airbus-þotunni sem flogið var brott. mbl.is/​Hari

Isavia hefur kært niðurstöðu Landsréttar sem hafnaði að ógilda úrskurð héraðsdóms um að Isavia þyrfti að afhenda flugvélaleigunni þotu þá sem Isavia kyrrsetti vegna krafna á eigandann frá því WOW air varð gjaldþrota í lok mars.

ALC hefur gagnkært vegna málskostnaðar. Deilur Isavia og ALC vegna kyrrsetningar Isavia á Airbusþotu sem WOW air var með á leigu hefur verið fyrir hinum ýmsu dómstigum frá því WOW air varð gjaldþrota.

Vélin var eina trygging Isavia vegna liðlega tveggja milljarða króna skuldar WOW air við Isavia. Eftir mikið japl, jaml og fuður fékk ALC þotuna afhenta eftir miðjan júlí og lét fljúga henni af landi brott eftir að Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði að vélin gæti ekki verið trygging fyrir heildarskuldum WOW air, aðeins þeim skuldum sem snéru að notkun vélarinnar sjálfrar.

Landréttur hafnaði í lok ágúst kröfu Isavia um að úrskurður héraðsdóms yrði felldur úr gildi á þeim forsendum að ALC hefði fengið farþegaþotuna afhenda og Isavia ætti ekki lengur lögvarða hagsmuni af því að fá niðurstöðu héraðsdóms hnekkt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK