Icelandair ekki lægra í sjö ár

Hlutabréfaverð Icelandair hefur ekki verið lægra í sjö ár.
Hlutabréfaverð Icelandair hefur ekki verið lægra í sjö ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hlutabréf Icelandair lækkuðu um 4,28% í 138 milljóna króna viðskiptum í Kauphöll Íslands í dag. Stendur gengi bréfanna í 6,49 kr. á bréfið og hefur gengið ekki verið jafnt lágt síðan í júnímánuði árið 2012 er gengið nam 6,45 kr.

Gengi hlutabréfa Icelandair hefur fallið um 31% það sem af er ári.

Lækkuna í dag má rekja til hækkunar á heimsmarkaðsverði á Brent hráolíu sem hefur hækkað um 12% það sem af er degi eftir að árás var gerð á tvö olíumannvirki í Sádi-Arabíu um helgina.

Einnig komst norska flugfélagið Norwegian fyrir vind í dag og náði samkomulagi við skuldabréfaeigendur fyrirtækisins um frestun gjalddaga á tveimur stórum lánum upp á 3,4 milljarða norskra króna en í upphafi septembermánaðar gaf félagið það út að það hefði ekki fjármagn til þess að greiða til baka lánið á þeim tímapunkti.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK