Hæsta áfengisverð í Evrópu í boði stjórnvalda

Noregur er eina Evrópuríkið þar sem bjórin er dýrari en …
Noregur er eina Evrópuríkið þar sem bjórin er dýrari en á Íslandi. AFP

Það er ekki séríslenskt fyrirbæri að áfengi kosti margfalt meira á fínustu hótelunum en út úr búð segir í færslu á facebooksíðu Félags atvinnurekenda, sem segir hæsta áfengisverð í Evrópu hins vegar vera hér á landi í boði stjórnvalda. Vísar félagið þar til færslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra  sem furðaði sig á háu verði á bjór á bör­um bæj­ar­ins.

Bjarni keypti sér bjór um helg­ina á hót­el­b­ar sem var 370% yfir smá­sölu­verði ÁTVR og tjáði sig um málið á Facebook, en færsla hans kom í fram­haldi af um­fjöll­un Fé­lags at­vinnu­rek­enda, frá því í gær, þar sem fjallað er um skatt­lagn­ingu á áfengi hér á landi.

„Fjármálaráðherra skautar hér lipurlega fram hjá þeirri staðreynd að verð áfengis í vínbúðum er miklu hærra hér en í öllum öðrum Evrópulöndum - með þeirri einu undantekningu að bjór er dýrari í Noregi en hér,“ segir Félag atvinnurekenda í færslu sinni.

Hæsta áfengisverð í Evrópu sé í boði stjórnvalda, sem leggi á hæstu áfengisskatta í Evrópu. „Fjármálaráðherra boðar í fjárlagafrumvarpi næsta árs enn frekari hækkun á áfengisgjaldi og jafnframt á álagningu ÁTVR, sem þýðir að enn bætum við Evrópumetið okkar í áfengisverði. Það er sá veruleiki sem allir kaupendur áfengra drykkja - líka þeir sem myndu aldrei kaupa sér bjór á barnum á Nordica - standa frammi fyrir,“ segir í færslunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK