Nýr sviðsstjóri hjá Deloitte

Ingvi Björn Bergmann.
Ingvi Björn Bergmann.

Ingvi Björn Bergmann tók nýverið við sem sviðsstjóri endurskoðunar Deloitte.

Ingvi Björn hóf störf hjá Deloitte árið 2004 og varð eigandi árið 2013, en árin 2010-2012 starfaði Ingvi Björn hjá Deloitte í Kaupmannahöfn. Þá var Ingvi Björn fjármálastjóri Kynnisferða árin 2015-2017.

„Ingvi Björn hefur umfangsmikla reynslu af endurskoðun og stjórnun endurskoðunarverkefna hjá stórum félögum, bæði hér heima og erlendis. Eins hefur Ingvi Björn sinnt fjölbreyttri ráðgjöf á sviði fjármála, reikningsskila og skattamála fyrir viðskiptavini Deloitte,“ segir í tilkynningu frá Deloitte.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK