Olíuverð lækkað lítillega

AFP

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur lækkað lítillega í dag eftir mikla hækkun í gær í kjölfar árásar á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu á laugardag. Beðið er viðbragða Bandaríkjanna en yfirvöld þar í landi hafa sakað Írana um að bera ábyrgð á árásunum. 

Á sama tíma er talað um að nota hluta af þeim varabirgðum sem til eru í Bandaríkjunum og að sögn forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, eru þær svo miklar að ekki þurfi að hafa áhyggjur af birgðastöðunni í heiminum að svo stöddu.

Vísar hann þar til þess að yfir 640 milljónir olíutunna eru geymdar í saltnámum neðanjarðar í Texas og Louisiana. Olía hefur verið geymd þar allt frá því á áttunda áratug síðustu aldar og nema birgðirnar innflutningi á bensíni í 90 daga. Hvergi í heiminum er að finna jafn miklar olíu- og eldsneytisbirgðir í heiminum. 

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK