Bogi segir lausafjárstöðu Icelandair vera sterka

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Með honum er Eva …
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Með honum er Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, fjármálastjóri Icelandair Group. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gengi Icelandair Group í Kauphöll Íslands hefur ekki verið jafn lágt síðan í júnímánuði árið 2012. Frá miðbiki júnímánaðar á þessu ári hefur gengi félagsins fallið um tæp 41% og bréf félagsins standa nú í 6.55 kr. á bréfið en fóru í 6,49 kr. í vikunni. Félagið siglir mikinn ólgusjó um þessar mundir og tekst á við fordæmalausar aðstæður vegna kyrrsetningar Max-þotanna að sögn Boga Nils Bogasonar, forstjóra félagsins, sem telur þó að rík ástæða sé fyrir fjárfesta til þess að hafa trú á félaginu.

„Styrkleiki leiðarkerfis Icelandair er mjög mikill. Það er margsannað og sannast meðal annars núna með því sem hefur verið að gerast á ferðamannamarkaðnum til Íslands að þrátt fyrir kyrrsetningu Max-vélanna er sveigjanleiki okkar leiðakerfis gríðarlegur. Það eru mikil verðmæti í því. Félagið getur skipt um fókus mjög hratt og það höfum við gert í gegnum fordæmalausa stöðu með stóran hluta flotans kyrrsettann. Þegar leysist úr því máli er ég þess fullviss að félagið muni skila góðri afkomu og arðsemi til hluthafa sinna,“ segir Bogi Nils í samtali við ViðskiptaMoggann.

Engin innspýting í kortunum

Sé horft á efnahagsreikning Icelandair Group þá nam lausafjárstaða félagsins um 175 milljónum Bandaríkjadala í lok annars ársfjórðungs. Á sama tíma í fyrra nam hún 237 milljónum Bandaríkjadala og lækkaði um tæpar 62 milljónir Bandaríkjadala við uppgjör þriðja ársfjórðungs og nam þá 175 milljónum Bandaríkjadala, sem er um það bil sama upphæð og við lok síðasta uppgjörs sem var reyndar afar slæmt fyrir Icelandair en þá tilkynnti félagið um 11 milljarða tap á fyrstu sex mánuðum ársins. Að sögn Boga er þó rétt að hafa í huga uppgreiðslu skuldabréfa félagsins að andvirði um 214 milljónir Bandaríkjadala á fyrstu sex mánuðum ársins sem hafi mikil áhrif. Segir hann óhætt að fullyrða að lausafjárstaða félagsins sé eftir sem áður sterk.

Lesa má fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK