2. áfangi Brynjureits á markað

Byggingin hægra megin snýr að Hverfisgötu. Vinstra megin má sjá …
Byggingin hægra megin snýr að Hverfisgötu. Vinstra megin má sjá glitta í bakhúsin. Tröppurnar eru hluti af göngu-götu milli Laugavegar og Hverfisgötu mbl.is/Eggert Jóhannesson

Uppbyggingu síðari hluta Brynjureits í miðborginni er að ljúka. Með því koma 23 íbúðir á markaðinn. Jafnframt eru 49 íbúðir í fyrri hlutanum að koma á markað en þær voru fráteknar í sumar vegna áhuga fjárfesta.

Ein þakíbúðanna í austurbyggingunni á baklóðinni.
Ein þakíbúðanna í austurbyggingunni á baklóðinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íbúðirnar í fyrri hlutanum voru auglýstar í lok maí en voru nokkrum dögum síðar teknar úr sölu. Verð íbúðanna í báðum áföngum er 29,9-79,9 milljónir króna en flestar íbúðanna kosta 30-40 milljónir. Þá eru nokkur verslunarrými til sölu sem henta þeim sem vilja búa nærri vinnustað.

Nítján bílastæði í kjallara fylgja íbúðum á efstu hæðum. Þó er mögulegt að kaupa bílastæði á 5 milljónir.

Pálmar Harðarson, framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Þingvangs, sem byggir íbúðirnar, segir það hafa orðið ljóst í þessari viku að kaup fjárfestanna gengju ekki eftir.

2. áfangi Brynjureits á markað
2. áfangi Brynjureits á markað Eggert Jóhannesson

Pálmar segir það einkenna síðari hluta Brynjureits, sem er á baklóð milli Laugavegar og Hverfisgötu, að engar tvær íbúðir séu eins.

Þá séu átta íbúðir á tveimur hæðum, fjórar í hvoru bakhúsi, og með a.m.k. einum hellulögðum þakgarði.

Einstakt kauptækifæri

„Þetta er einstakt tækifæri fyrir þá sem vilja búa í miðbænum enda hafa svona íbúðir ekki verið byggðar. Þessar íbúðir bjóða upp á borgarupplifun sem hefur ekki verið í boði. Fólk verður að koma og skoða íbúðirnar til að upplifa þetta,“ segir Pálmar sem efast um að fleiri svona fjölbýlishús verði byggð í miðborginni í náinni framtíð. Opið hús verður á reitnum um helgina.

Horft úr stofunni á íbúð á 2. hæð austurbyggingarinnar á …
Horft úr stofunni á íbúð á 2. hæð austurbyggingarinnar á baklóð. Gólfsíður gluggi er í eldhúsinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Pálmar sýndi Morgunblaðinu reitinn fyrr í vikunni en þá notuðu málarar tækifærið í sólinni og lögðu lokahönd á útveggi. Krafan um uppbrot birtist í fjölbreyttu útliti en húsin líta út fyrir að vera byggð á mismunandi tíma.

Bakhúsin skiptast í vestur- og austurbyggingu. Milli þeirra er ný göngugata í miðborginni sem tengir Laugaveg og Hverfisgötu saman. Var henni gefið nafnið Kasthúsastígur.

Mikil lofthæð og stórir gluggar einkenna íbúðir.
Mikil lofthæð og stórir gluggar einkenna íbúðir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Að sögn Pálmars er gert ráð fyrir þjónustu á jarðhæð í austurbyggingunni. Rýmin séu með aðgang að stigahúsinu enda sé ætlunin að eigendur starfseminnar geti búið í húsinu. Ein íbúðin sé inn af verslunarrýminu. Rýmin geti t.d. hentað gullsmiðum, listafólki og öðrum með eigin starfsemi. Slíkt fyrirkomulag sé til dæmis vel þekkt frá evrópskum borgum.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út 19. september.

Horft frá svölum einnar þakíbúðarinnar við Hverfisgötu.
Horft frá svölum einnar þakíbúðarinnar við Hverfisgötu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Á jarðhæð Brynjureits verður atvinnustarfsemi.
Á jarðhæð Brynjureits verður atvinnustarfsemi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Þétt byggðin mun skapa nálægð við nágranna.
Þétt byggðin mun skapa nálægð við nágranna. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK