Fyrsta öldurhúsið opnað á Langjökli

Það er allsendis óvíst hve margir gætu verið reiðubúnir að …
Það er allsendis óvíst hve margir gætu verið reiðubúnir að leggja leið sína á Langjökul í leit að vodka, en ferðin gæti orðið eftirminnileg. Ljósmynd/Reyka Vodka

Fyrirtæki leita margvíslegra leiða til þess að auglýsa sig og vörur sínar og er Reyka Vodka sem framleitt er í brugghúsi í Borgarnesi fyrir William Grant & Sons engin undantekning, en í fyrsta skipti í sögu mannkyns verður starfræktur „jöklabar“ þegar Reyka Vodka Bar heldur opnum bar í fimm daga á Langjökli 16. til 20. október næstkomandi, að því er segir í fréttatilkynningu frá Reyka Vodka. Væntanlegum gestum verður þó ekki einfölduð ferðin á barinn þar sem þeim eru aðeins gefin GPS-hnit svo þeir geti ratað þangað.

William Grant & Sons segist vera að höfða til „innri víkings“ Breta með því að gefa þeim tækifæri til þess að gerast norrænir sjófarar og fá einstaka íslenska upplifun. Telur fyrirtækið gestina verða uppfulla af undrun við að heimsækja fyrsta bar á jökli. „Langjökull er í hjarta Íslands og vill svo til að vatnið sem notað er við framleiðslu Reyka Vodka er úr Langjökli,“ segir í markaðssetningu barsins. 

Ferðalöngum sem leggja leið sína á Langjökul og finna barinn fyrirheitna verður boðið upp á Puffin Collins, sem er sérstakur kokteill hannaður fyrir Reyka Vodka. Þeim sem kunna að hafa áhuga á að fá ferð á hið umrædda öldurhús er bent á að senda inn umsókn á vef Reyka Vodka, en skorað er á þá sem eru svo óheppnir að verða ekki fyrir valinu að komast á barinn aðeins með GPS-hnitin sem leiðsögn.

Vodkinn kom fyrst á markað árið 2005 og hefur hann orðið æ vinsælli með árunum. Vann hann meðal annars til verðlauna árið 2011 á alþjóðlegri vínsýningu í Lundúnum. Varan er markaðssett sem hágæðavodki og er hreinleiki íslenskrar náttúru fyrirferðarmikill í markaðssetningu vörunnar.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK