Brynjar forstöðumaður þjónustuupplifunar

Eitt helsta markmið Íslandspósts er nú að bæta þjónustu við …
Eitt helsta markmið Íslandspósts er nú að bæta þjónustu við viðskiptavini. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Brynjar Smári Rúnarsson hefur verið ráðinn í starf forstöðumanns þjónustuupplifunar hjá Íslandspósti, en um er að ræða nýja stöðu innan fyrirtækisins.

Brynjar Smári Rúnarsson.
Brynjar Smári Rúnarsson. Ljósmynd/Aðsend

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti, en þar kemur jafnframt fram að eitt helsta markmið póstsins sé nú að bæta þjónustu við viðskiptavini.

Í starfinu mun Brynjar Smári nálgast öll verkefni út frá sjónarmiði viðskiptavina og tryggja að rödd þeirra heyrist við allar ákvarðanir. Hin nýja deild mun heyra beint undir forstjóra Íslandspósts og kemur Brynjar inn í hóp lykilstjórnenda.

Brynjar hefur undanfarin sex ár starfað sem forstöðumaður markaðsdeildar Íslandspósts og þar áður sem markaðssérfræðingur hjá fyrirtækinu. Hann er með meistaragráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK