Íslandspóstur selur í Frakt

Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts
Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslandspóstur hefur selt allan hlut sinn í félaginu Frakt flutningsmiðlun ehf., en Íslandspóstur hefur átt 62,5% hlut í félaginu frá því árið 2010. Kaupandi er Ora ehf. sem er félag í eigu Arnars Bjarnasonar, framkvæmdastjóra Fraktar, en hann hefur átt 30% hlut í félaginu á móti Póstinum.

Frakt, sem hóf rekstur í maí 2010, starfar á sviði flutningsmiðlunar og býður inn- og útflytjendum flutning og aðra tengda þjónustu til og frá landinu. Velta fyrirtækisins árið 2018 var rúmlega 750 milljónir og starfsmenn fyrirtækisins eru nú 13 talsins.

Í tilkynningu frá Íslandspósti kemur fram að kaupverðið sé trúnaðarmál að beiðni kaupanda, en að salan hafi óveruleg áhrif á fjárhag og rekstur Íslandspósts.

Forstjóri Póstsins, Birgir Jónsson, segir rekstur félagsins ekki hafa samræmst kjarnastarfsemi fyrirtækisins. „Í því endurskipulagningarferli sem er nú í gangi hjá Póstinum var það mat stjórnar og stjórnenda að rekstur fyrirtækis eins og Fraktar samræmdist ekki kjarnastarfsemi Íslandspósts og að lítil samlegð væri á milli félaganna. Frakt stendur að auki á tímamótum í sínum rekstri og það var okkar mat að það passaði ekki við áherslur okkar að koma að rekstrinum með auknum hætti á þessum tíma,“ er haft eftir forstjóranum í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK