Gott samband við erlend flugfélög geri gæfumuninn

Kristján Sigurjónsson ristjóri Túrista á ferðaþjónusturáðstefnu Landsbankans.
Kristján Sigurjónsson ristjóri Túrista á ferðaþjónusturáðstefnu Landsbankans. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er mikilvægt að erlend flugfélög dragi ekki meira úr Íslandsflugi en nú hefur þegar verið gert. Það er mikilvægt að halda góðu sambandi við þessi flugfélög,“ sagði Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, á ferðaþjónusturáðstefnu Landbankans sem fer nú fram í Hörpu.

Erindi Kristjáns á ráðstefnunni fjallaði um bein áhrif af beinu flugi til Íslands og fór hann yfir það hvernig allar breytingar, jafnvel minniháttar breytingar, geti haft mikil áhrif á straum ferðamanna til landsins.

Kristján byrjaði á því að taka dæmi um aukningu og breytingu á dreifingu breskra ferðamanna eftir að Easy Jet hóf beint flug frá Bretlandi til Íslands árið 2012. Fyrir þann tíma voru breskir ferðamenn ekki einungis töluvert færri hér á landi heldur komu þeir jafnt og þétt til landsins óháð árstíma. Sú dreifing ferðamanna hefur tekið miklum breytingum síðan árið 2011 og koma nú fleiri breskir ferðamenn hingað til lands fyrstu þrjá mánuði ársins en gera yfir allan sumartímann.

Hann fór yfir það hvernig breytingar á tíma áætlunarflugs til Íslands geti einnig haft gríðarleg áhrif þar sem að tengiflugið geti spilað mjög stórt hlutverk. Þannig séu kínverskir ferðamenn fjölmennasti hópurinn sem flýgur til Íslands með British Airwaves frá Heathrow-flugvelli í London.

Þá fór hann yfir bein áhrif gjaldþrota erlendra flugfélaga á ferðaþjónustuna á Íslandi og tók dæmi um tvö þýsk flugfélög, Airberlin sem varð gjaldþrota árið 2017 og Germania sem varð gjaldþrota 2018. Eftir það hafi þýskum ferðamönnum fækkað um 18 þúsund um sumarið árið 2018 frá fyrri árum.

Í máli Kristjáns kom fram að Icelandair hefði að mestu fyllt upp í götin sem WOW air skildi eftir sig en mjög fá önnur flugfélög hefðu gert það. Hann sagðist vonast til þess að íslensk stjórnvöld þyrftu ekki að grípa til aðgerða, eins og að greiða niður flugferðir til landsins, eins og önnur lönd hafa gert, t.d. Ísrael.

Ferðaráðstefna Landsbankans.
Ferðaráðstefna Landsbankans. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK