Landsbankinn ekki að fara að segja upp fjölda fólks

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. mbl.is/Hari

„Við erum ekki að fara segja upp fjölda starfsfólks á þessum tíma en við höfum verið jafnt og þétt að hagræða í starfseminni og það kemur mikið til vegna þess að við höfum verið að breyta þjónustunni.“

Þetta segir Lilja B. Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, í samtali við mbl.is, spurð um tíðindi dagsins af bankamarkaði, það er að Arion banki hafi sagt upp hundrað starfsmönnum og Íslandsbanki tuttugu starfsmönnum, og hvort slíkra tíðinda væri að vænta frá Landsbankanum.

Spurð hvort að tíðindin komi henni á óvart eða hvort að staðan á bankamarkaði sé einfaldlega þannig að það þurfi að skera mikið niður segist hún eiga erfitt með að setja sig í spor stjórnenda annarra banka. „En Landsbankinn hefur verið í almennum hagræðingaraðgerðum og starfsfólki hefur fækkað mjög mikið hjá okkur síðustu ár,“ tekur hún fram.

Er bjartsýn á stöðu Landsbankans

Munu þær hagræðingaraðgerðir halda áfram eða er þeim lokið í bili?

„Ég held að hagræðingu sé aldrei lokið hjá neinu fyrirtæki og við erum alls ekki undanskilin. Við sjáum það að þegar þjónustan breytist þá þarf að aðlaga sig því en það er mjög erfitt að spá fyrir um á nákvæmlega hvaða tíma það gerist,“ segir hún og bætir við að staða Landbankans sé sterk.

„Við höfum verið að skila langbesta uppgjöri allra banka mörg undanfarin misseri og ég er bjartsýn á stöðu bankans,“ segir hún að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK