Tuttugu sagt upp hjá Íslandsbanka

mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Tuttugu starfsmönnum Íslandsbanka var sagt upp í morgun en alls hætta 26 hjá bankanum í septembermánuði.

Þetta staðfestir Edda Hermannsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, í samtali við mbl.is.

Sex þeirra sem hætta eru á leið á eftirlaun en uppsagnirnar dreifast nokkuð jafnt á milli deilda bankans að sögn Eddu og starfa flestir þeir sem sagt var upp í höfuðstöðvunum.

„Þetta eru almennar hagræðingaraðgerðir til þess að draga úr kostnaði. Við erum alltaf að leita leiða til að draga úr kostnaði og hagræða. Hingað til höfum við verið að nýta starfsmannaveltu,“ segir Edda og segir ekkert liggja fyrir um fleiri hagræðingaraðgerðir.

Tilkynnt var í morgun að starfsfólki Arion banka yrði fækkað um 12% eða um hundrað manns vegna skipulagsbreytinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK