Afhendingu Brúarfoss seinkar um hálft ár

Eimskip hefur verið með tvö tvö 2150 TEUS gámaskip í …
Eimskip hefur verið með tvö tvö 2150 TEUS gámaskip í smíðum í Kína, Brúarfoss og Dettifoss. Ljósmynd/Eimskip

Smíði á Brúarfossi, nýju gámaskipi Eimskipafélagsins, sem fram fer í Kína er langt komin og til stóð að fara í prufusiglingu í næstu viku. Við undirbúning hennar kom hins vegar í ljós bilun í búnaði sem mun hafa áhrif á afhendingu til seinkunar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskipafélaginu. Þar segir að bilunin felist í ásrafli sem brann yfir við prufukeyrslu. 

Ásrafallinn er evrópskur búnaður og liggur fyrir að smíða þurfi nýjan, sem og að koma honum fyrir í skipinu sem sé tæknilega flókin aðgerð. Vegna þessa er seinkun á afhendingu skipsins áætluð allt að sex til átta mánuðir.

Eimskip hefur verið með tvö tvö 2150 TEUS gámaskip í smíðum í Kína, Brúarfoss og Dettifoss, og er ráð gert fyrir afhendingu Dettifoss á seinni hluta fyrsta ársfjórðungs 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK