Boeing 737 MAX 8-vélar Icelandair til Frakklands

Icelandair þurfti heimild til ferjuflugs hjá Boeing-verksmiðjunum í Bandaríkjunum og …
Icelandair þurfti heimild til ferjuflugs hjá Boeing-verksmiðjunum í Bandaríkjunum og flugmálayfirvöldum á Íslandi og í Evrópu.

Boeing 737 MAX 8-farþegaþotum Icelandair sem staðið hafa ónotaðar á Keflavíkurflugvelli frá því um miðjan mars verður flogið ferjuflugi til Toulouse í Suður-Frakklandi þar sem þær verða geymdar þar til leyfi fæst til að taka þær í notkun á ný. Ekki hefur verið ákveðið hvenær vélunum verður flogið út en það verður væntanlega strax eftir helgi.

Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, segir í samtali við mbl.is að rigning og selta hafi slæm áhrif á flugvélar. Því hafi Icelandair ákveðið að færa MAX-vélarnar í betra loftslag.

Icelandair þurfti heimild til ferjuflugs hjá Boeing-verksmiðjunum í Bandaríkjunum og flugmálayfirvöldum á Íslandi og í Evrópu. Segir Jens að það hafi verið viðamikið ferli að afla leyfanna. Að lokum var það Samgöngustofu sem gaf út leyfið, að fengnu skilyrtu samþykki frá evrópskum flugmálayfirvöldum. Skilyrðin snúa meðal annars að því hvernig vélunum verður flogið, í hvaða hæð, hvernig þoturnar verða útbúnar og hverjir verða um borð. Tilgangurinn er meðal annars að koma í veg fyrir að sjálfvirkur öryggisbúnaður í stjórnkerfi vélanna virkist, en hann er talinn eiga þátt í því að tvær farþegaþotur af þessari gerð hafa farist, sú seinni í mars á þessu ári.

Vilja komast aftur í loftið

Flugmenn Icelandair fljúga vélunum til Frakklands, og verða væntanlega aðeins tveir um borð. Jens segir að ekki sé vandamál að fá flugmenn í verkefnið. „Þeir eru allir ólmir í að fá að fljúga vélinni. Það er ekki vandamálið. Þeim sem hafa flogið þessari vél hefur líkað það vel og vilja endilega komast í loftið aftur. Við höfum ekki upplifað neitt óeðlilegt í rekstri okkar véla, ekkert hefur bent til annars en að þær séu í fullkomnu lagi,“ segir Jens.

Boeing kyrrsetti þær 350 Boeing 737 MAX-vélar sem verksmiðjurnar höfðu afhent um miðjan mars. Jens bendir á að vel á annað hundrað þeirra hafi verið flogið í ferjuflugi á þessum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK