Minna um fasteignakaup Íslendinga á Spáni

Gjaldþrot WOW air, verkföll og gengi krónunnar hafa haft áhrif …
Gjaldþrot WOW air, verkföll og gengi krónunnar hafa haft áhrif á fasteignakaup Íslendinga á Spáni. Ljósmynd/Medland

Kaup Íslendinga á fasteignum á Spáni hafa dregist eilítið saman í ár eftir tvö metár í röð. Íslendingar keyptu fasteignir á Spáni fyrir um 16,2 milljónir evra, eða um 2,2 milljarða króna, hjá fasteignasölunni Medland. Að sögn Steinu Jónsdóttur, markaðsstjóra Íslandsdeildar Medland, hafði gjaldþrot flugfélagsins WOW air, verkföll og gengi krónunnar sitt að segja. „Það er eins og Ísland hafi verið á varðbergi gagnvart kreppuástandi og allir að bíða storminn af sér. En þetta er svo sem í takt við það sem hefur verið að gerast á Íslandi þar sem rólegt hefur verið yfir fasteigna- og bílamarkaðnum. Auk þess var veðurblíðan með eindæmum góð á Íslandi í sumar,“ segir Steina.

Meira að gera með haustinu

„Með haustinu er að komast hreyfing á þetta aftur og vonandi eigum við góðan lokasprett núna með landanum. Enn eru eftir þrír mánuðir af árinu og við stefnum að því að slaga hátt í tölur síðustu tveggja ára,“ segir Steina Jónsdóttir. Medland verður með sérstaka kynningu á fasteignum á Spáni í Hörpu um næstu helgi frá 11-18.

„Áhuginn á fasteignum á Spáni hefur ekki minnkað þó að fólk hafi haldið að sér höndum í sumar. Við ætlum að mæta þeim áhuga með stæl og kynna úrval nýrra fasteigna og kaupferlið á Spáni fyrir landsmönnum,“ segir Steina, en um er að ræða þriðju ráðstefnu fyrirtækisins á Íslandi.

Steina Jónsdóttir, markaðsstjóri Íslandsdeildar Medland, segir hreyfingu vera að komast …
Steina Jónsdóttir, markaðsstjóri Íslandsdeildar Medland, segir hreyfingu vera að komast aftur á markaðinn með haustinu. Ljósmynd/Aðsend
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK