Ballarin fundaði með Erni

Michele Ballarin stefnir að því að fyrsta flug WOW air ...
Michele Ballarin stefnir að því að fyrsta flug WOW air verði í lok október. mbl.is/Kristinn Magnússon

Michele Roosevelt Edw­ards (áður Ball­ar­in), stjórn­ar­for­maður USA­erospace Associa­tes, félags sem stendur að baki fyrirhugaðri endurreisn flugfélagsins WOW air, fundaði með forsvarsmönnum íslenska flugfélagsins Ernis fyrr í þessum mánuði varðandi möguleg kaup á íslenska félaginu. Þetta staðfestir Hörður Guðmundsson, stofnandi og forstjóri Ernis, við Rúv.

Hörður sagði við Rúv að hann teldi áhugann helst til kominn vegna flugrekstrarleyfis Ernis sem nær til EES-svæðisins. Hins vegar hafi forsvarsmönnum Ernis ekki litist á að fara í frekari viðræður og þar hafi málið endað.

Forsvarsmenn hins endurreista WOW air hafa frá því í ágúst sagt að það styttist í sölu flugmiða. Þá sagði Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill sem hefur komið að málum félagsins, hinn 11. september að til stæði að hefja sölu miða á næstu dögum. Sagði hann jafnframt að bandarískt flugrekstrarleyfi væri í höfn.

Þegar mbl.is óskaði í kjölfarið eftir upplýsingum frá bandarískum flugrekstraryfirvöldum um flugrekstrarleyfi nýja félagsins var svarið að ekkert slíkt leyfi hefði verið veitt eða að nein umsókn um slíkt leyfði hefði borist. Sagði Gunnar vegna þessara frétta við mbl.is að félagið ætlaði ekki að upplýsa um öll smáatriði í tengslum við áform sín.

Enn hefur ekki verið greint frá því hvenær miðasalan eigi að hefjast, en stefnt er að því að fyrsta flugið verði í lok október.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK