Icelandair hættir flugi til San Francisco og Kansas City

Boing 767 þota Icelandair verður notuð með arðbærari hætti í …
Boing 767 þota Icelandair verður notuð með arðbærari hætti í leiðarkerfinu. mbl.is/Árni Sæberg

Icelandair hættir flugi til San Francisco og Kansas City í Bandaríkjunum en afkoma af þessum flugleiðum hefur ekki staðið undir væntingum, segir í tilkynningu. Þessi ákvörðun var tekin við árlega endurskoðun á flugáætlun Icelandair fyrir sumarið 2020.  

„Meginmarkmið þeirrar vinnu er að bæta afkomu leiðakerfisins og lágmarka áhættu félagsins vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX-flugvéla,“ segir í tilkynningu. Ein fjögurra Boeing 76-breiðþotna félagsins sem hefur verið notuð fyrir flug til San Fransisco verður nýtt með arðbærari hætti í leiðakerfinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK